Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Sveinsson

(16. öld)

Prestur. Faðir: Síra Sveinn Þorbjarnarson í Otradal, síðar Selárdal. Er orðinn prestur 1549; 84 kann að hafa verið fyrst prestur að Hóli í Bolungarvík, virðist hafa fengið Selárdal eftir föður sinn, en varð að fara þaðan 1574, varð síðar prestur á Stað í Súgandafirði, og þangað skrifaði Gísli byskup honum áminningarbréf 1583 fyrir hörku og kífni við fátæklinga.

Er enn á lífi 1590–1. Dætur hans: Ingibjörg f. k. Jóns Ólafssonar Indíafara, Randíður átti Halldór í Súðavík, bróður Jóns (HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.