Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Stephensen (Stefánsson)

(24. mars 1791–5. jan. 1854)

Bæjarfógeti.

Foreldrar: Stefán amtmaður Stephensen og f.k. hans Marta María Diðriksdóttir kaupmanns, Hölters.

Stúdent 1810 úr heimaskóla frá síra Árna Helgasyni, tók 1. og 2. lærdómspróf í Kh. 1814–15, með 1. einkunn, próf í lögfræði 10. apr. 1817, með 1. einkunn í báðum prófum. Varð auditör í landhernum 12. febr. 1822, yfirauditör að nafnbót 14. apríl 1829, bæjarfógeti í Æbeltoft 30. mars 1832, í Varde 19. nóv. 1847 og var það til æviloka. Var tvíkvæntur, báðar konur hans danskar. Meðal sona hans af síðara hjónabandi var Hilmar skrifstofustjóri í hinni ísl. stjórndeild í Kh. (Tímar. bmf. 1882).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.