Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Stephensen (Stefánsson)

(22. dec. 1864–17. júlí 1939)

Læknir.

Foreldrar: Síra Stefán Stephensen að Vatnsfirði og kona hans Guðrún Pálsdóttir amtmanns Melsteðs. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1879, stúdent 1885, með 3. einkunn (45 st.), próf úr læknaskóla 1. júlí 1890, með 3. einkunn (58 st.). Var í spítölum í Kh. 1890–1. Fór til Vesturheims 1894, tók þar próf í læknisfræði í maí 1895 í Manitoba medical university. Stundaði þar lækningar í Wp. og átti þar heima til æviloka. Varð líkskoðunarlæknir í Manitoba 27. nóv. 1900, varð í heimsstyrjöldinni 6. mars 1916 læknir 197. herdeildar, síðar kapteinn í Army medical corps of Canada og fluttist með þeirri deild til Englands í febr. 1917 og þá fastur herlæknir í Canadian special hospital í Ramsgate.

Kona (4. febr. 1896): Margrét Stefánsdóttir trésmiðs í Wp., Gunnarssonar. 3 synir og 4 dætur þeirra (nafngr. í Heimskr. 53. árg., 42. tbl.) lifðu föður sinn, öll vestan hafs (Skýrslur; Lækn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.