Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Stephensen (Magnússon)

(6. sept. 1791–14. apríl 1872)

Dómsmálaritari.

Foreldrar: Magnús dómstjóri Stephensen og kona hans Guðrún Vigfúsdóttir sýslumanns Schevings. Stúdent 1810 úr heimaskóla af síra Árna Helgasyni.

Tók 1. og 2. lærdómspróf í háskólanum í Kh. 1814–15, með 2. einkunn, próf í lögfræði 7. okt. 1817, með 2. einkunn í báðum prófum. Varð varadómsmálaritari í landsyfirdómi 5. apr. 1826, en dómsmálaritarastarfið var 12. apr. 1834 sameinað síðara yfirdómaraembættinu. Var oft skipaður dómari í landsyfirdómi í einstökum málum, eða þegar embætti var laust þar. Varð justitsráð 6. okt. 1862. Stýrði - Viðeyjarprentsmiðju eftir lát föður síns, þangað til landsprentsmiðja var sett upp í Rv. Bjó fyrst að Innra Hólmi, síðan í Brautarholti, en í Viðey frá andláti föður síns til æviloka.

Kona 1: Sigríður (d. 2. nóv. 1827) Stefánsdóttir amtmanns, Stephensens. Dætur þeirra: Guðrún átti síra Ólaf Pálsson á Mel, Sigríður eldri var fyrst f.k. síra Þorsteins Jónssonar á Stað í Kinn (Yzta Felli) (Þau skildu), átti síðar Guðmund silfursmið Stefánsson að Varmalæk.

Kona 2: Marta (d. 27. okt. 1833), alsystir fyrstu konu hans.

Börn þeirra: Sigríður yngri var fyrst miðkona Péturs amtmanns Havsteins (þau skildu), átti síðar síra Stefán Thordersen að Ofanleiti, Magnús bóndi í Viðey.

Kona 3: Sigríður Þórðardóttir sýslumanns í Garði, Björnssonar, ekkja síra Tómasar Sæmundssonar á Breiðabólstað; þau bl. (Tímar. bmf. 1882).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.