Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Ólafur Stephensen (Magnússon)
(24. júlí 1863–12. mars 1934)
Prestur,
Foreldrar: Magnús (Ólafsson) Stephensen í Viðey og kona hans Áslaug Eiríksdóttir sýslumanns, Sverrissonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1877, stúdent 1884, með 3. eink. (42 st.), próf úr prestaskóla 1886, með 2. eink. lakari (31 st.). Fekk Mýrdalsþing 1. sept. 1886, vígðist 12. s. m., Mosfell í Mosfellssveit 29. maí 1890, bjó að Lágafelli. Fekk lausn 13. jan. 1904, vegna heilsubrests, og bjó síðan fyrst 83 í Skildinganesi, síðar í Grundarfirði. Fekk Bjarnanes 12. dec. 1919, gerði þar umbætur miklar (t.d. raflýsing), lét þar af prestskap 1930. Prófastur í A.Skaftafellssýslu, settur 1921, skipaður 1923, lét af því starfi, er hann veik burt. Bjó eftir það að Auðnum á Vatnsleysuströnd, en andaðist í Rv.
Kona: Steinunn Eiríksdóttir að Karlsskála í Reyðarfirði, Björnssonar.
Börn þeirra, sem upp komust: Magnús að Auðnum, Áslaug átti Jón dýralækni Pálsson, Eiríkur vátryggingafulltrúi, Björn járnsmiður í Rv., Stefán kaupm. í Rv., Helga átti Stefán kaupm. Árnason á Ak., Elín átti Pétur Jónsson á Egilsstöðum á Völlum, Ingibjörg átti Björn vélstjóra Jónsson í Rv., Ragnheiður átti Þorstein rafvirkja, kjörson síra Guðmundar Einarssonar að Mosfelli (Óðinn XXIX; Ægir, 27. árg.; Kirkjubl. 1934; BjM. Guðfr.; SGrBf.).
Prestur,
Foreldrar: Magnús (Ólafsson) Stephensen í Viðey og kona hans Áslaug Eiríksdóttir sýslumanns, Sverrissonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1877, stúdent 1884, með 3. eink. (42 st.), próf úr prestaskóla 1886, með 2. eink. lakari (31 st.). Fekk Mýrdalsþing 1. sept. 1886, vígðist 12. s. m., Mosfell í Mosfellssveit 29. maí 1890, bjó að Lágafelli. Fekk lausn 13. jan. 1904, vegna heilsubrests, og bjó síðan fyrst 83 í Skildinganesi, síðar í Grundarfirði. Fekk Bjarnanes 12. dec. 1919, gerði þar umbætur miklar (t.d. raflýsing), lét þar af prestskap 1930. Prófastur í A.Skaftafellssýslu, settur 1921, skipaður 1923, lét af því starfi, er hann veik burt. Bjó eftir það að Auðnum á Vatnsleysuströnd, en andaðist í Rv.
Kona: Steinunn Eiríksdóttir að Karlsskála í Reyðarfirði, Björnssonar.
Börn þeirra, sem upp komust: Magnús að Auðnum, Áslaug átti Jón dýralækni Pálsson, Eiríkur vátryggingafulltrúi, Björn járnsmiður í Rv., Stefán kaupm. í Rv., Helga átti Stefán kaupm. Árnason á Ak., Elín átti Pétur Jónsson á Egilsstöðum á Völlum, Ingibjörg átti Björn vélstjóra Jónsson í Rv., Ragnheiður átti Þorstein rafvirkja, kjörson síra Guðmundar Einarssonar að Mosfelli (Óðinn XXIX; Ægir, 27. árg.; Kirkjubl. 1934; BjM. Guðfr.; SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.