Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Stefánsson

(3. maí 1731–11. nóv. 1812)

StiftamtMaður.

Foreldrar: Síra Stefán Ólafsson á Höskuldsstöðum og f.k. hans Ragnheiður Magnúsdóttir að Espihóli, Björnssonar.

Lærði hjá síra Jóni Vídalín í Laufási, tekinn í Hólaskóla 1749, stúdent 1751, fór utan s.á., skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 18. dec. s. á., tók lögfræðapróf 29. mars 1754, með 2. einkunn, varð síðan bóksl haldari í iðnaðarstofnununum í Reykjavík, varalögmaður norðan og vestan 17. apr. 1756, sleppti því 14. maí 1764, er hann varð aðstoðarmaður Magnúsar amtmanns Gíslasonar, tók við amtmannsembætti, við lát hans, 10. nóv. 1766, fekk veitingarbréf 23. júní 1767, fekk Norðurog Austuramt 15. maí 1770, er landinu var skipt í 2 ömt, fekk lausn frá því með fullum launum 12. maí 1783, en er Suðurog Vesturamti var skipt í tvennt 6. júní 1787, fekk hann Vesturamt, varð jafnframt 14. apr. 1790 stiftamtmaður, fekk Suðuramt 17. apr. 1793 (í stað Vesturamts). Leystur frá embætti fyrst um sinn 10. júní 1803, en nefnd falið að rannsaka stjórngæzlu landsins, fekk lausn 6. júní 1806 með 800 rd. eftirlaunum og Viðey til ábúðar afgjaldslaust, og þar andaðist hann. Fekk 28. mars 1786 hinn mikla heiðurspening úr gulli „Pro meritis“ frá konungi, fyrir hjálpsemi hans við fátæklinga í harðindunum. Hann bjó fyrst að Leirá (frá 1761), síðan á Bessastöðum (frá 1766), að Elliðavatni (frá 1770), í Sviðholti (frá 1771), að Innra Hólmi (frá 1780)), en síðast í Viðey (frá 1794). Hann var maður vel að sér, hagsýnn og ráðdeildarsamur, duglegur embættismaður og þó varkár, umbótamaður með gætni, gerðist stórauðugur, enda fekk hann mikinn arf með konu sinni, var þó rausnsamur og gaf fæðingarhreppi sínum stórfé í jörðum. Eftir hann er pr.: Stutt undirvísun í reikningslistinni, Kh. 1785; Kort Underretning om den isl. Handels Förelse, Kh. 1798; mjög gagnlegar ritgerðir í lærdómslistafélagsritum. Í Lbs. er í handriti ritgerð um kúgildi á jörðum.

Kona (16. sept. 1761): Sigríður (d. 29. nóv. 1807) Magnúsdóttir amtmanns, Gíslasonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Magnús dómstjóri Stephensen, Stefán amtmaður Stephensen, Björn dómsmálaritari Stephensen, Þórunn f. k. Hannesar byskups Finnssonar, Ragnheiður átti Jónas sýslumann Scheving (Útfm., Viðey 1820; Saga Ísl. VI; Safn II; Tímar. bmf. III; Ísl. sagnaþ. (Þjóðólfs) I; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.