Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Sigvaldason

(25. nóv. 1836–17. maí 1896)

Læknir.

Foreldrar: Síra Sigvaldi Snæbjarnarson í Grímstungum og s.k. hans Gróa Bjarnadóttir í Þórormstungu, Steindórssonar.

Tekinn í Reykjavíkurskóla 1851, stúdent 1857, með 1. einkunn (86 st.), stundaði læknisfræði í háskólanum í Kh. 1857–63, en 79 tók próf hjá Jóni landlækni Hjaltalín 5. júlí 1869, með 1. einkunn (90 st., 14 prófgr.).

Hafði verið í Danaher 1862 og hlaut þá foringjatign. Stundaði lækningar í Árnesþingi 1869–0, settur 1870 aukalæknir í Strandahéraði og næstu byggðum, fekk 14. ág. 1876 7. læknishérað, fekk lausn 14. apr. 1896.

Bjó í Bæ í Króksfirði.

Kona (8. júní 1871): Elísabet Ragnhildur (f. 22. maí 1842, d. 24. jan. 1926) Jónsdóttir prests í Steinnesi, Jónssonar; þau bl. (Skýrslur; Lækn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.