Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Sigurðsson

(19. sept. 1822–11. júlí 1908)

Umboðsmaður.

Foreldrar: Sigurður Pétursson að Ási í Hegranesi og kona hans Þórunn Ólafsdóttir að Vindhæli, Sigurðssonar.

Bjó að Ási í Hegranesi 1854–97 og andaðist þar. Umboðsmaður Reynistaðarklausturs 1869–88, þm. Skagf. 1865–7.

Hýsti vel jörð sína og bætti, fekk verðl. úr sjóði Kr. níunda.

Dbrm. Var fyrir öðrum bændum um umbætur. Var fróðleiksmaður, og eru eftir hann greinir í Tímariti bmf. og í handritum í Lbs.

Kona (23. maí 1854): Sigurlaug (f. 29. mars 1828, d. 20. júlí 1905) Gunnarsdóttir á Skíðastöðum, Gunnarssonar.

Börn þeirra: Sigurður á Hellulandi, Gunnar að Lóni í Viðvíkursveit, Björn augnlæknir, Guðmundur að Ási í Hegranesi, Pétur (Sunnanfari II; Alþingismannatal; Ættir Skagf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.