Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Sigfússon

(um 1633–1730)

Prestur.

Foreldrar: Síra Sigfús Tómasson í Hofteigi og kona hans Kristín Eiríksdóttir frá Bót. Lærði í Skálholtsskóla, mun hafa orðið stúdent 1659, vígðist 16. dec. 1660 aðstoðarprestur síra Eiríks Bjarnasonar á Hallormsstöðum, þjónaði og að nokkuru Mjóafirði 1665–66, hefir fengið Dvergastein eigi síðar en 1670 og þjónað jafnframt Mjóafirði, sagði af sér Dvergasteini 1673, tók þá Skriðuklaustursprestakall, en þjónaði þó áfram Mjóafirði til 1675, fekk Refsstaði 17. sept. 1679, sagði þar af sér prestskap 1728.

Kona 1: Halldóra Eiríksdóttir prests á Hallormsstöðum, Bjarnasonar.

Börn þeirra talin: Hjörleifur, Gunnar skáld á Suðurnesjum.

Kona 2 (kaupmáli 8. apr. 1676): Arnfríður Ásmundsdóttir á Ormarsstöðum, Jónssonar.

Börn þeirra: Guðríður átti Ingimund Jónsson á Egilsstöðum í Vopnafirði, Ásmundur, Tómas, Guðrún; börn hans með 1. eða 2. konu eru enn talin Finnbogi, Ingibjörg.

Kona 3: Gyríður Árnadóttir (37 ára 1703).

Sonur þeirra: Síra Jón að Dvergasteini (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.