Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Rögnvaldsson

(– – 1495)

Byskup að Hólum 1459–95. Norskrar ættar. Faðir: Rögnvaldur Keniksson riddara (bróðir Gottskálks byskups), Gottskálkssonar (bróður Jóns byskups skalla), Eiríkssonar.

Nefndur prestur nyrðra 1449 og hefir haldið Breiðabólstað í Vesturhópi, fekk Odda 1453.

Hélt Hegranesþing 1459–69.

Var fjárgæzlumaður mikill fyrir hönd stólsins, siðvandur og refsingasamur. Er einkum oft getið Hvassafellsmáls, sem hann átti við Bjarna Ólason og svo var tilkomið, að maður einn bar Bjarna og dóttur hans ósönnum sakargiftum; þorði hann ekki að kannast við það fyrr en eftir lát byskups, en 78 sjálfur hefir byskup trúað manninum og fylgt fram sakargift hans, enda var það embættisskylda hans, ef rétt hefði verið (Dipl. Isl.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.