Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Rósenkranz

(26. júní 1852–14. nóv. 1929)

Fimleikakennari.

Foreldrar: Ólafur Rósenkranz Guðmundsson að Miðfelli í Þingvallasveit og kona hans Sæunn Sigmundsdóttir að Fossi í Grímsnesi, Hallssonar.

Ólst upp með hálfbróður föður síns, Jóni ritstjóra Guðmundssyni í Rv., tekinn í Reykjavíkurskóla 1866, stúdent 1874, með 2. eink., (67 st.). Fekkst við verzlun 1874–5 og 1883–91, við barnakennslu 1876, fimleikakennari í latínuskólanum 1877–1919, jafnframt byskupsskrifari 1891–1908, vann og í skrifstofu Ísafoldarprentsmiðju lengi, varð loks háskólaritari frá 1917 til 1929. Ritstjóri Good-Templars 1897–9, stundum millibilsritstjóri Ísafoldar.

Þýð.: O. Schröder: Daglegar líkamsæfingar, Rv. 1909.

Kona (1874): Hólmfríður Björnsdóttir prests í Holti undir Eyjafjöllum, Þorvaldssonar. Börn: Björn kaupm. í Rv., Jón læknir, Hólmfríður matreiðslukona, óg. og bl. (Skýrslur; blöð; Árb. hásk. 1930–1).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.