Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Pétursson

(1764–18. júlí 1843)

Dbrm. á Kalastöðum.

Foreldrar: Pétur ríki Jónsson í Ólafsvík og kona hans Ástríður Árnadóttir að Arnarstapa, Ögmundssonar. Gerðist snemma smiður góður, stundaði einkum skipasmíðar, og lék þó raunar allt í höndum honum, formaður ágætur, gerðist síðar búhöldur mikill og var rausnsamur. Setti bú að Kúludalsá 1794, keypti Kalastaðatorfuna á Hvalfjarðarströnd 1801, bjó á Kalastöðum 1804–19, en síðan í Kalastaðakoti. Var lögréttumaður hin síðustu ár Öxarárþings. Fekk silfurbikar mikinn að verðlaunum frá landbúnaðarfélagi Dana, varð dbrm. 1838. Kraftamaður mikill og glíminn, bókhneigður, vel hagmæltur, fyndinn og nokkuð meinyrtur, er því var að skipta.

Ganga enn af honum sagnir (sjá Blanda I og V).

Kona 1 (1794): Málmfríður (d. 1817) Guðmundsdóttir að Hlíðarhúsum í Rv., Davíðssonar.

Börn þeirra: Pétur, Guðmundur í Efsta Bæ í TT Skorradal, Ástríður átti Guðmund Teitsson, Sveinssonar.

Kona 2 (1819): Kristín Þorvarðsdóttir lögréttumanns í Brautarholti á Kjalarmesi, Oddssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Þorvarður hreppstjóri á Kalastöðum, Rannveig f. k. Brynjólfs bókbindara Oddssonar. Áður en Ólafur kvæntist átti hann (með dóttur Ólafs lögréttumanns Jónssonar að Lundum, föðurbróður síns): Ragnhildi, var hún ráðskona hans í milli kvenna, en átti síðan Gunnar stúdent Þorsteinsson að Hlíðarfæti (Æviminn., Rv. 1854).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.