Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Pálsson

(8. júlí 1763 [1762, Vita] – 30. dec. 1839)

Prestur,

Foreldrar: Páll klausturhaldari Jónsson síðast á Elliðavatni og f.k. hans Valgerður Þorgeirsdóttir að Arnardrangi, Oddssonar. F. að Hrauni í Landbroti. Lærði hjá síra Jóni Steingrímssyni á Prestbakka og síra Jóni skáldi Hjaltalín, tekinn í Skálholtsskóla 1782 (í efra bekk), stúdent 17. apr. 1785, með góðum vitnisburði, var síðan hjá foreldrum sínum, setti bú á Korpólfsstöðum 1787, fekk Ása 19. sept. 1787, vígðist 8. júní 1788 og fluttist þá þangað, fekk Eyvindarhóla 21. júlí 1797, fluttist þangað vorið 1798, fekk Meðallandsþing 28. febr. 1823, en fekk leyfi til að vera kyrr, lét af prestskap að Eyvindarhólum 1835, fluttist þá að Eystri Skógum og andaðist þar. Var talinn andríkur prestur.

Kona (11. júní 1787): Helga (f. um 1762, d. 21. júlí 1846) Jónsdóttir prests á Prestbakka, Steingrímssonar.

Börn þeirra: Síra Páll að Ásum, Jón í Hlíðarendakoti, Valgerður átti Hjörleif Jónsson í Eystri Skógum (Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.)).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.