Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Pálsson

(7. ág. 1814–4. ág. 1876)

Prestur.

Foreldrar: Síra Páll Ólafsson í Guttormshaga og kona hans Kristín eldri Þorvaldsdóttir prests og skálds í Holti, Böðvarssonar. F. að Ásum í Skaftártungu. Var síðan að mestu hjá móðurföður sínum og lærði undir skóla hjá honum. Tekinn í Bessastaðaskóla 1829, stúdent 10. júní 1834, með ágætum vitnisburði (ágætlega í 10 námsgreinum, 1. eink, í 2 greinum, 2. eink. í einni). Var síðan kennari og skrifari á Möðruvöllum, hjá Bjarna amtmanni Thorarensen (síðustu 14 mánuði þar djákn Möðruvallaklausturs).

Fór utan til háskólanáms í Kh. 1837, tók 1. lærdómspróf 1837, 2. lærdómspróf 1838, guðfræðapróf 26. apr. 1842, öll með 1. einkunn. Hafði sumarið 1841 verið með Jóni Sigurðssyni í Svíaríki til uppskrifta á ísl. handritum. Var hjá síra Árna Helgasyni í Görðum veturinn 1842–3. Fekk Reynivöllu 27. apríl 1843, vígðist 7. maí s. á. (konungsstaðfesting 18. okt. s.á.), fekk Holt undir Eyjafjöllum 3. dec. 1846 (konungsstaðfesting 22. apr. 1847), fór þangað ekki, en fekk Stafholt 18. apr. 1847 (konungsstaðfesting 19. nóv. s.á.), varð dómkirkjuprestur í Rv. 10. sept. 1854, fekk Mel 23. maí 1871 og hélt til æviloka. Prófastur í Mýrasýslu 1851–4, í Kjalarnesþingi 1856– 71, í Húnavatnsþingi 1872–6. R. af dbr. 29. júní 1866. Var kkj. alþm. 1867–T5. Ritstörf: Ævisaga Óberlins prests (í „Tveim ævisögum“, Kh. 1839); þýð.: Platon: Landaskipanar fræði, Viðey 1843; Balslev: Biblíusögur, Rv. 1849 (kom út margsinnis eftir það); Balslev: Lúthers katekismus, Rv. 1866 (og oftar). Predikun, Rv. 1858; Predikun, Rv. 1859; Kirkjugarðsvígsla, Rv. 1870. Í Nýjum félagsritum 1841 er ritgerð eftir hann um prestaskóla. Ræður eru eftir hann í útfm. Jóns landlæknis Thorstensens, Helga byskups Thordersens, síra Páls Jónssonar að Hesti, Rv. 1876, síra Árna byskups Helgasonar, Rv. 1877, Sigríðar Hannesdóttur, Rv. 1877 o. fl., fjöldi grafskrifta og jafnvel kvæði og kvæðaþýðingar í Þjóðólfi, Íslendingi og Kristilegum smáritum, þjóðsagnaþýðingar í A. J. Symington: Pen and pencil sketches, L. 1862.

Kona (15. maí 1843): Guðrún (f. 16. okt. 1820, d. 19. sept. 1899) Ólafsdóttir dómsmálaritara í Viðey, Stephensens.

Börn þeirra, sem upp komust: Ólavía Sigríður átti fyrr síra Pál Jónsson að Hesti, síðar síra Lárus Benediktsson í Selárdal, síra Páll í Vatnsfirði, síra Ólafur í Saurbæjarþingum, Theodór verzlunarstjóri á Borðeyri, Kristín s.k. Böðvars í Hafnarfirði Böðvarssonar (prests á Mel, Þorvaldssonar), Þorvaldur á Þóroddsstöðum í Hrútafirði, Stefán hreppstjóri að Brandagili, Sigríður átti Finnboga Jakobsson að Fjarðarhorni í Hrútafirði (Bessastsk.; Vitæ ord. 1843; HÞ. Guðfr.; PEÓl. Jón Sigurðsson; SGrBf.; mynd í ferðasögu P. Gaimards).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.