Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Petersen

(30. dec. 1865–31. maí 1898)

Prestur.

Foreldrar: Adolf Nikolaj bókhaldari Petersen í Hafnarfirði og kona hans María Ólafsdóttir hreppstjóra sst., Þorvaldssonar.

Tekinn í Reykjavíkurskóla 1879, stúdent 1885, með 1. einkunn (95 st.), próf úr prestaskóla 1887, með 1. einkunn (49 st.).

Vann að skrifstofustörfum í Keflavík 1887–9. Fekk Svalbarð 1. febr. 1889, vígðist 5. maí s. á. og hélt til æviloka. Settur prófastur í Norður-Þingeyjarþingi 1897–8.

Kona (12. júní 1891): Ástríður (f. 19. nóv. 1867) Stefánsdóttir prests í Vatnsfirði, Stephensens.

Börn þeirra: Stefán fór til Vesturheims, Adolf Björn fór til Vesturheims, Einar Ragnar verzlunarm. Í Rv., María (Skýrslur; 16 Verði ljós, 3. árg.; BjM. Guðfr.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.