Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Ormsson

(16. öld)

Bóndi í Héraðsdal. Faðir: Ormur Sturluson, sem e.t.v. hefir verið sonur Sturlu lIrm. í Vaðlaþingi, Magnússonar. Var sveinn byskupanna Gottskálks og Jóns Arasonar. Hefir verið vaskur maður, enda barg hann af snarræði sínu Jóni, meðan hann var byskupsefni, frá því að lenda í höndum Ögmundar byskups Pálssonar.

Kona: Margrét Jónsdóttir í Héraðsdal.

Börn þeirra: Markús sýslumaður í Héraðsdal, Jón lögrm. að Sólheimum í Sæmundarhlíð, Guðríður átti Benedikt lögrm. Guðmundsson, Steinunn átti Þórð, launson Þorleifs sýslumanns Grímssonar á Möðruvöllum, og var sonur þeirra Þorleifur skáld, þ. e. Galdra-Leifi (Dipl. Ísl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.