Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Olavius

(um 1741–10. sept. 1788)

Tollheimtumaður,

Foreldrar: Ólafur lögsagnari Jónsson á Eyri í Seyðisfirði og kona hans Guðrún Árnadóttir prests í Hvítadal, Jónssonar.

Tekinn í Skálholtsskóla 1761, stúdent 1765, fór utan s. á. skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 21. dec. s.á., varð baccalaureus í heimspeki 31. júlí 1768, kom til landsins með Hrappseyjarprentsmiðju 1773, samkvæmt leyfi konungs, en stýrði henni ekki lengur en til 1774, fór þá utan, ferðaðist síðan um landið á kostnað konungs og samdi ferðabók mikla („Ökonomisk Rejse“), pr. í Kh. 1780 (kom einnig út á þýzku, Lpz. 1805), varð 1779 tollheimtumaður á Skaga (Skagen), síðar í Mariager og andaðist þar, kammersekreter að nafnbót. Eftir hann liggur mikið prentað: Íslenzk urtagarðsbók, Kh. 1770; Stutt ágrip um fiskveiðar, Kh. 1771; Termini botanici, Kh. 1772; þýðing á Trojel: Stutt ágrip um jarðeplanna nytsemd, Kh. 1772; Greinileg vegleiðsla til talnalistarinnar, Kh. 1780; Fáeinar skýringargreinir um smjör og ostabúnað, Kh. 1780; Fyrirsagnartilraun um litunargerð, Kh. 1786.

Líkl. er eftir hann Draumadiktur, Kh. 1769 (minningarkvæði um Eggert Ólafsson). Hann var einn af stofnöndum lærdómslistafélagins, og í ritum þess eru ýmsar ritgerðir eftir hann (jurta-, fiska- og fuglanöfn, um lúrnaveiði, um álaveiði, um bátasmíð, um net, um veræzlun, um gras og fóður). Í Landhusholdningsselskabets Skrifter (IV): Afhandling om de opmuntringsværdigste Naturprodukter. Í Köbenhavns patriotiske Samlinger (1771). þýðing á ritgerð J. G. Wahlboms om Planternes Bryllup og Trolovelse. Hann sá um pr. Njálu 1772 og að mestu um fyrstu ritin, sem pr. voru í Hrappseyjarprentsmiðju.

Kona (1783): Ingeborg Dorothea, dóttir Jens prófasts Meldahls í Öster Terslev.

Sonur þeirra: Jóhannes Lönborg, stúdent, rithöfundur og skáld. Launbörn Ólafs: Jóhann eða Jóhannes (með Ingibjörgu Jóhannsdóttur), vísað úr Skálholtsskóla vegna tornæmis, varð síðan rennismiður utanlands, og (með Guðnýju Halldórsdóttur): Kristín átti Jónas Halldórsson (Worm; Erslew; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.