Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Magnússon

(– – 1641)

Prestur. Faðir: Síra Magnús Ólafsson í Stærra Árskógi. Talinn hafa vígzt 1603 (aðstoðarprestur föður síns, líklega), fekk Stærra Árskóg 1609, er þar enn 1637 og mun þá hafa látið af prestskap. Hann var mjög fátækur og fekk stundum styrk af tillagi til þurfandi presta (HÞ: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.