Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Magnússon

(3. maí 1903–4. nóv. 1930)

Ritstjóri.

Foreldrar: Magnús formaður Jónsson í Seyðisfirði og kona hans Hildur Ólafsdóttir. Tekinn 1 4. bekk menntaskóla Rv. 1920, stúdent 1923, með 2. einkunn (5,91). Cand. phil. í Rv. 1924.

Stundaði eftir það lækninganám um hríð í háskóla Ísl. Var ritstjóri Víðis í Vestmannaeyjum. Andaðist í Vífilsstaðahæli.

Kona: Ágústa Petersen, og áttu þau 2 sonu (Skýrslur; Víðir MI) Ólafur (Ástráður) Marteinsson (11. júní 1899–10. janúar 1934), Magister.

Foreldrar: Marteinn Erlendsson í Siglunesi á Barðaströnd og kona hans Ólavía Ástríður Þórðardóttir.

Lauk gagnfræðaprófi úr Akur€yrarskóla 1920, stúdentsprófi 67 úr menntaskóla Rv. 1922 (64 st.). Varð magister í ísl. fræðum í háskóla Ísl. 1928 (einkunn aðmissus). Var um tíma í Oslóarháskóla bráðabirgðakennari.

Veiktist af lömun. Fekk styrk úr landsjóði til vísnasöfnunar, og er safn hans o. fl. eftir hann varðveitt í Lbs. Dó í Hafnarfirði, ókv. og bl. (Skýrslur; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.