Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Magnússon

(17. dec. [7. dec., Vita]– 1814–25. júní 1862)

Prestur.

Foreldrar: Magnús hreppstjóri Sigurðsson á Leirum undir Eyjafjöllum og s.k. hans Anna Magnúsdóttir að Steinum, Einarssonar. Lærði fyrst hjá síra Þorvaldi skáldi Böðvarssyni í Holti, síðan 3 vetur hjá síra Tómasi Sæmundssyni á Breiðabólstað, er veitti honum stúdentsvottorð úr heimaskóla 8. júní 1839; varð afturreka við próf hjá kennurum Bessastaðaskóla 13. s. m.

Lærði næsta vetur hjá síra Ásmundi Jónssyni í Odda og síðan 2 vetur aukalærisveinn í Bessastaðaskóla; fekk síðan stúdentsvottorð frá Kristjáni Kristjánssyni, síðar amtmanni, og var það staðfest af kennurum og prófdómurum skólans 22. júlí 1842. Var 1842–5 sýsluskrifari í Hjálmholti, hjá Páli Melsteð, síðar amtmanni. Var þá 1 ár að Krossi í Landeyjum, síðan í Vestmannaeyjum. Fekk Einholt 7. apr. 1853, vígðist 29. maí s.á. og hélt til æviloka.

Kona (27. jan. 1847): Guðný (f, 17. júní 1816, d. 20. júní 1889) Jónsdóttir prests Austmanns að Ofanleiti; þau bl.

Hún var ekkja Sigurðar járnsmiðs Einarssonar í Kirkjubæ í Vestmannaeyjum; giftist í þriðja sinn Jóni Brynjólfssyni í Þórisdal í Lóni, og voru þau systkinabörn (Lbs. 49, fol.; Vitæ ord. 1853; HÞ.; SGrBf.; o. f1.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.