Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Magnússon

(1. okt. 1864– 12. ágúst 1947)

. Prestur.

Foreldrar: Magnús (d. 27. okt. 1920, 91 árs) Árnason trésmiður í Viðvík í Viðvíkursveit, síðar í Rv., og kona hans Vigdís (d. 17. febr. 1917, 75 ára) Ólafsdóttir prests í Viðvík, Þorvaldssonar. Stúdent í Reykjavík 1884 með 2. eink. (77 st.).

Lauk prófi í prestaskóla 24. ág. 1887 með 1. einkunn (45 st.).

Var heimiliskennari á Kornsá í Vatnsdal næsta vetur. Veittir Eyvindarhólar 17. okt. 1887, en fór þangað eigi; veitt Sandfell í Öræfum 17. maí 1888; vígður 21. s.m.; veitt Arnarbæli í Ölfusi 12. mars 1903. Skipaður prófastur í Árnesprófastsdæmi 9. nóv. 1926. Fekk lausn frá prófastsstörfum frá 1. janúar 1940 og lausn frá prestsskap 1. júní s. á. Fluttist þá að Öxnalæk í Ölfusi og átti þar heima til æviloka. Gegndi prestsþjónustu í Stokkseyrarprestakalli frá 1941 til jan. 1943, í Mosfellsprestakalli í Grímsnesi að nokkru veturinn 1945–46 og í Breiðabólstaðarprestakalli í Fljótshlíð júní–ág. 1946. Átti sæti í landsdómi. Sýslunefndarmaður í A.-Skaftafellssýslu og Árnessýslu. Sótti lútherskt kirkjuþing í Kh. 1929. Ritstörf: Ræða við jarðarför Halldórs fyrrv. bankagjaldkera Jónssonar, Rv. 1915; Ræða við útför Einars Benediktssonar, Rv. 1940; 3 hugvekjur í 100 hugvekjum, Rv. 1926; greinar í kirkjulegum tímaritum (sjá BjM. Guðfr.). Kona (25. maí 1888): Lydia Angelika (d.4.apr. 1952, 89 ára), dóttir Ludvigs Arne Knudsens bókara í Rv.

Börn þeirra: Katrín Elísabet, Vigdís, Louisa Magnea, Þorvaldur á Öxnalæk (BjM. Guðfr. Of) Ólafur Ólafsson (um 1785– 16. nóv. 1861). Hattasmiður.

Foreldrar: Ólafur (d. 1806 í Englandi, 52 ára) Magnússon á Núpi í Dýrafirði, síðar á Eyri í Önundarfirði, og kona hans Þuríður (d. 20. maí 1874, 75 ára) Gísladóttir prests á Stað í Súgandafirði, Bjarnasonar.

Fór um tvítugsaldur með foreldrum sínum til Englands.

Nam síðan hattaraiðn í Kh. og tók þá nokkurn þátt í styrjöld með Dönum. Kom heim um 1815. Bjó fyrst í Vigur, en síðan á Eyri í Skötufirði; stundaði jafnframt iðn sína. Kona (23. okt. 1818): Guðlaug (d. 12. jan. 1883, 85 ára) Káradóttir í Vigur, Bjarnasonar, Börn þeirra, sem upp komust: Karítas átti Einar Magnússon á Garðsstöðum, Kristín átti Sigurð Þorsteinsson frá Ögri, Jens á Eyri í Skötufirði, Guðrún átti Guðmund Bárðarson á Kollafjarðarnesi, Þuríður átti fyrr Hafliða Halldórsson í Ögri, síðar Jakob Rósinkarsson sst. (Frá yztu nesjum IV; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.