Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Loptsson

(18. maí 1783– ? )

Læknir.

Foreldrar: Loptur Ámundason (ættaður úr Reykhólasveit) að Nikulásarhúsum í Fljótshlíð og kona hans Ingibjörg Ólafsdóttir. F. í Barkarstaðakoti í Fljótshlíð.

Var í Reykjavíkurskóla eldra 4 vetur (1800–4), var kominn í efra bekk, hætti þá og fór haustið 1807 að nema læknisfræði hjá Tómasi landlækni Klog, sem sendi hann til Kh. 1807, en skipið hrakti til Suðureyja og var þar tekið herfangi, en Ólafur fekkst þar við lækningar um hríð; síðan tók George Mackenzie hann að sér, sendi hann til Edinborgar og lét hann þar fullkomna sig í læknisfræði, hafði hann með sér til Íslands 1810, til leiðsagnar; skildi þá með þeim, og fór Ólafur þó til Skotlands, síðan til Vesturheims, var aðstoðarlæknir á herskipi, og vita menn ekki um hann frá 1815. Hann var ókv., en átti 4 börn í lausaleik, fyrst 21. sept. 1805 Guðrúnu (með Guðrúnu Árnadóttur, ráðskonu að Hlíðarenda), annað Guðrúnu 27. dec., 1805 (með Elínu Þórðardóttur að Hlíðarhúsum, Sighvatssonar), sem átti Einar Sæmundsson í Brekkubæ í Reykjavík, þriðja Karen Sigríði 8. apr. 1806 (með Elínu Egilsdóttur Sandholts, Helgasonar) átti Schiött, fjórða 5 Lopt 10. jan. 1808 (með Margréti Sigurðardóttur, vinnukonu í Nesi við Seltjörn) skósmið í Gunslev á Falstri (HÞ.; Lækn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.