Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Ólafur Kolbeinsson, ríki
(16. öld)
Prestur. Faðir: Kolbeinn Sigurðsson. Kemur við skjöl og er orðinn prestur 1526. Fekk síðar Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, færðist að vísu undan kirkjuskipaninni 1542, en virðist samt hafa haldið Saurbæ áfram, og þar er hann 1553. JH. Prest. segir, að hann hafi fært bú sitt að eignarjörðu sinni, Botni í Hvalfirði, og þar bjuggu sumir niðja hans. Hann var auðmaður mikill.
Börn hans (með Karítas Sigurðardóttur): Hallur sýslumaður í Hjörsey, Þorlaug átti Jón Guðmundsson í Einarnesi(?), Halla f.k. Brands sýslumanns Einarssonar á Snorrastöðum, Ari á Fitjum, Ingibjörg. Síra Ólafur ættleiddi börn sín, og varð löngu síðar langvinnt deilumál um arf eftir hann (Dipl. Isl.; Alþb. Ísl.; PEÓI. Mm.; SGrBf.).
Prestur. Faðir: Kolbeinn Sigurðsson. Kemur við skjöl og er orðinn prestur 1526. Fekk síðar Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, færðist að vísu undan kirkjuskipaninni 1542, en virðist samt hafa haldið Saurbæ áfram, og þar er hann 1553. JH. Prest. segir, að hann hafi fært bú sitt að eignarjörðu sinni, Botni í Hvalfirði, og þar bjuggu sumir niðja hans. Hann var auðmaður mikill.
Börn hans (með Karítas Sigurðardóttur): Hallur sýslumaður í Hjörsey, Þorlaug átti Jón Guðmundsson í Einarnesi(?), Halla f.k. Brands sýslumanns Einarssonar á Snorrastöðum, Ari á Fitjum, Ingibjörg. Síra Ólafur ættleiddi börn sín, og varð löngu síðar langvinnt deilumál um arf eftir hann (Dipl. Isl.; Alþb. Ísl.; PEÓI. Mm.; SGrBf.).
Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.