Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Jónsson

(um 1720–?)

Skáld.

Foreldrar: Jón Hákonarson á Öngulsstöðum (í Kleif, Manntal 1703) og kona hans Þóra Hallsdóttir, Þórðarsonar.

Eftir hann eru rímur af Hektor og köppum hans, af Klares keisarasyni og (með Jóni Pálssyni á Möðruvöllum) af Sigurði þögla, allar í Lbs. Bjó að Þverbrekku í Öxnadal.

Kona: Sigríður Þorláksdóttir að Ásgeirsbrekku, Jónssonar.

Börn þeirra: Jón að Þverbrekku, Guðmundur að Hólum í Öxnadal og víðar, Ingibjörg átti Þorleif Jónsson, Ragnheiður átti Þorlák Halldórsson á Öngulsstöðum, Rósa átti Jón Þorláksson í Sigtúnum, Sigríður átti Svein Sveinsson á Miðlandi í Öxnadal, Launsonur Ólafs (með Guðrúnu Jónsdóttur): Hákon (Ýmsar heimildir).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.