Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Jónsson

(um 1684–14. apr. 1773)

Prestur.

Foreldrar: Síra Jón Stefánsson í Seltjarnarnesþingum og kona hans Steinunn yngri Jónsdóttir í Héraðsdal í Skagafirði, Jónssonar. Mun hafa komið í Skálholtsskóla 1698, stúdent 1705, fekk Miðdal 1708, vígðist s. á. átti deilur við ýmsa, enda þókti hann óvæginn og drykkfelldur, sagði af sér prestskap 1747, afhenti Miðdal í fardögum 1748, en mál hans af áverka eða tilræði við Mann hafði staðið frá 1735 (sjá alþb. 1737 og síðar), og skeytti hann engu banni byskups 1736 og 1737 að fást nokkuð við Þrestsþjónustu, bjó eftir það í Helgadal í Mosfellssveit, fór síðast á Seltjarnarnes og andaðist í Nýjabæ. Hann var ekki rekinn eða dæmdur frá prestskap, sem talið er, enda naut hann styrks af tillagi til fátækra uppgjafapresta 1750–67, en missti styrkinn vegna Svakalegrar framkomu sinnar í kirkju að Mosfelli 1768.

Kona 1: Þóra Þorvarðsdóttir í Bæ í Borgarfirði, Magnússonar, ekkja síra Auðunar Benediktssonar að Hesti. Dætur þeirra síra Ólafs: Steinunn átti síra Halldór Bjarnason að Fellsmúla, Guðný fór um og varð úti.

Kona 2: Þórunn Hannesdóttir í Marteinstungu, Jónssonar. 61 Synir þeirra: Hannes dó ungur, Ólafur Mosdal í Laxnesi, drukknaði við Seltjarnarnes 8. mars 1798, þá í vinnumennsku í Þerney (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.