Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Jónsson

(um 1682–1730)

Lögréttumaður, stúdent.

Foreldrar: Síra Jón Ólafsson að Fellsmúla og f. k. hans Margrét Jónsdóttir prests að Fellsmúla, Jónssonar. Tekinn í Skálholtsskóla um 1703, stúdent 1707 eða 1708, bjó í Haukadal í Byskupstungum frá 1716 til æviloka, varð lögréttumaður í Árnesþingi 1727.

Kona 1: Solveig (d. 1725) Jónsdóttir lögréttumanns að Hliði á Álptanesi, Péturssonar, ekkja síra Jóns Erlingssonar á Ólafsvöllum; þau Ólafur líkl. bl.

Kona 2: Guðrún (f. um 1693) Eyjólfsdóttir prests á Snæúlfsstöðum, Björnssonar.

Börn þeirra: Loptur í Ósgerði í Ölfusi, Margrét átti Jón Þorsteinsson. Laundóttir Ólafs: Guðrún (f. um 1714) giftist og átti börn (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.