Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Jónsson

(um 1590–25. mars 1661)

Prestur.

Foreldrar: Jón nokkur (bóndi nyrðra) og kona hans Steinunn Helgadóttir (móðursystir Odds byskups Einarssonar); aðrir segja, að hann hafi verið af henni kominn, og er það sennilegra, t.d. að hún hafi verið móðurmóðir hans. Hann er orðinn aðstoðarprestur síra Sigmundar Egilssonar á Eyri í Skutulsfirði um 1614, missti Þrestskap um 1614–15 fyrir 2 barneignarbrot (sakeyrisreikningar Ísafjarðarsýslu 1614–15), hefir fengið uppreisn og Verið áfram aðstoðarprestur síra Sigmundar, fekk Eyri eftir hann, missti þar prestskap fyrir barneignarbrot 1643, afhenti staðinn 22. maí 1644, fekk Stað í Súgandafirði 1653, tók þar við 2. júní s.á. og hélt til æviloka.

Kona: Ingibjörg Sigmundardóttir prests á Eyri, Egilssonar: hún hafði áður átt dóttur (Guðrúnu) með verzlunarmanni (Níels) á Skutulsfjarðareyri. Dætur þeirra: Steinunn átti Pál skutlara Jónsson, Steinunn átti Jón Guðmundsson að Fæti. En í afhendingu staðarsins af „erfingjum“ síra Ólafs 25, maí 1661 eru nefndir: Sigmundur Bjarnason, Bjarni Gilsson (prests Ólafssonar), Bjarni Sigmundsson, Björn Þorleifsson og Þorleifur Ólafsson, en síðar talað um „þá mága“; getið er þar og um Jón Ólafsson og mága hans Jón Guðmundsson og Björn Jónsson (skjalabók Holtsprófasta hin eldri); má vera, að sumir þessara manna séu dætrasynir síra Ólafs (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.