Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Jónsson

(um 1570–22. júní 1658)

Prestur.

Foreldrar: Síra Jón Kráksson í Görðum á Álptanesi og kona hans Jarþrúður Þórólfsdóttir, Eyjólfssonar. Er orðinn kirkjuprestur í Skálholti 1597, hefir verið millibilsprestur í Seltjarnarnesþingum um 1600– I, síðan aðstoðarprestur föður síns í Garðasókn (en síra Loptur Skaftason í Bessastaðasókn), hefir um 1608 tekið að mestu við staðarforráðum í Görðum, en til fulls við því prestakalli 1618 og hélt til æviloka. Þókti fyrir öðrum prestum, vinsæll maður og góðgerðasamur. Var ókv. og bl. Eftir honum er haft: „Gott kall Garðar, ef eigi væru Ófriðarstaðir og Óttarsstaðir“ (svo heita 2 sóknarbæir), en átti við Hafnarfjörð og Bessastaði. Annað hafa menn og eftir honum: „Böl er búskapur, hryggð er hjúskapur, aumt er einlífi, og það elska eg“ (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.