Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Jónsson

(5. okt. 1811–20. okt. 1873)

Bóndi.

Foreldrar: Síra Jón Pétursson í Steinnesi og kona hans Elísabet Björnsdóttir prests í Bólstaðarhlíð, Jónssonar. Bjó að Stóru Giljá 1837–44, Sveinsstöðum 1844–T3. Þókti fyrir öðrum bændum. Varð dbrm. 6. okt. 1854. Þm. Húnv. 1859–61.

Kona (31. júlí 1835): Oddný (d. 1. ág. 1874) Ólafsdóttir að Litlu Giljá, Björnssonar. Þau áttu 14 börn, þ. á. m. voru Jón á Sveinsstöðum, Oddný átti Vigfús söðlasmið Guðmundsson (prests á Mel, Vigfússonar), Gróa átti Jón Kristjánsson í Víðidalstungu, Ólafur söðlasmiður (fór til Vesturheims), Sigríður f.k. Sigurðar hreppstjóra Jónssonar að Lækjamóti.

Er fjöldi manna af þeim kominn (Alþingismannatal; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.