Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Jónsson

(5. jan. 1847–2. apríl 1930)

Bóndi.

Foreldrar: Síra Jón Eiríksson að Stóra Núpi og kona hans Guðrún Pálsdóttir. Bjó á Vestara Geldingaholti í Gnúpverjahreppi 1875–1920, búhöldur góður og umbótasamur, vel metinn og gestrisinn.

Kona (1875): Guðríður Ámundadóttir að Sandlæk, Guðmundssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Kjartan í Geldingaholti, María og Jón í Vesturheimi, Lára, Guðrún, Anna, Þórdís, Ólafur prestur að Kvennabrekku (Óðinn XXII; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.