Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Jónsson

(27. febr. 1672–21. sept. 1707)

Prestur.

Foreldrar: Síra Jón Torfason á Stað í Súgandafirði og kona hans Ástríður Bjarnadóttir að Kletti, Guðmundssonar. Lærði í Skálholtsskóla, fór utan 1692, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 19. okt. s.á., varð attestatus í guðfræði, kom til landsins 1694, var um hríð hjá föður sínum, vígður kirkjuprestur í Skálholti 16. okt. 1698, fekk 60 24. apr. 1699 vonarbréf fyrir Stað í Grunnavík, en fór þangað ekki fyrr en 1703, var settur prestur á Eyri í Skutulsfirði 5. sept. 1700, en var ella í Skálholti, tók þó hálfan staðinn (til móts við síra Halldór Jónsson) og hélt til æviloka, andaðist í bólunni miklu. Vel að sér og hefir ritað margt, en flest mun nú glatað. Latínukvæði eftir hann er pr. aftan við „De ultimo incendio montis Heclæ“ eftir Þorlák Þórðarson, Kh. 1694; í handritum er til rímtal eftir hann í Ny kgl. saml., helgidagaræður í AM., sjálfsævisaga (pr. í Blöndu TI).

Kona (kaupmáli 13. ág. 1704): Þórunn (f. 1684, d. 23. sept. 1719) Pálsdóttir prests á Mel, Jónssonar.

Synir þeirra: Jón fræðimaður (Grunnavíkur-Jón), Erlendur sýslumaður (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.