Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Jónsson

(2. febr. 1735–29. júní 1794)

Prestur.

Foreldrar: Síra Jón Guðmundsson á Stað í Kinn og s.k. hans Guðrún Ingimundardóttir að Fremsta Felli, Björnssonar. Var hjá þeim feðgum síra Þorleifi Skaftasyni að Múla og síra Jóni, syni hans, tekinn í Hólaskóla 1752, stúdent 15. maí 1759, með allgóðum vitnisburði, varð djákn að Möðruvallaklaustri 1760, fekk Svalbarð 18. febr. 1761, vígðist 19. apr. s. á., fekk Kvíabekk 14. apr. 1785 og hélt til æviloka. Hann var raddmaður og ræðumaður mikill, hagmæltur, skapstór, en þó brjóstgóður, og mikill dugnaðarmaður.

Kona 1 (29. sept. 1761): Margrét Jónsdóttir lögréttumanns á Einarsstöðum, Jónssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Ingibjörg dó 24 ára, óg. og bl., Guðrún átti Guðmund Erlendsson á Frostastöðum, Kristín dó 16 ára, Jón dó í Hólaskóla, talinn mannvænlegur, síra Jóhannes að Vesturhópshólum, Katrín átti Þórarin járnsmið Jónsson síðast í Hafnarfirði (sonur þeirra Jakob Johnsen Húsavíkur-Johnsen), María átti Hall Ásgrímsson í Geldingaholti, Elísabet dó 14 ára, Grímur skólagenginn, borgari í Reykjavík, misendisMaður, dæmdur að lokum til ævilangrar Brimarhólmsvistar. 63

Kona 2 (20. sept. 1790): Halldóra Jónsdóttir prests að Hálsi í Fnjóskadal, Þorgrímssonar.

Af börnum þeirra komust upp: Ingibjörg átti Jón Indriðason á Fornastöðum. Halldóra ekkja síra Ólafs varð síðar s.k. Gísla Ásmundssonar í Nesi í Höfðahverfi (Vitæ ord.; HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.