Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Jónsson

(19. nóv. 1889 64–14. jan. 1933)

Læknir.

Foreldrar: Síra Jón Arason í Húsavík og kona hans Guðríður Ólafsdóttir hreppstjóra að Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi, Guðmundssonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1903, stúdent úr menntaskóla Rv. 1910 (70 st.), úr læknadeild háskóla Ísl. 15. febr. 1918, með 1. eink. (1608 st.). Var í spítölum í Danmörku 1918–19. Stundaði lækningar í Rv. frá hausti 1919 til æviloka.

Ritgerð í Læknabl.

Kona (1. júní 1915): Lára Ingibjörg (Í. 21. apr. 1889) Lárusdóttir aðstoðarprests í Sauðanesi, Jóhannessonar.

Börn þeirra: Halldóra átti Guðmund cand. mag., kennara Arnlaugsson í Rv. Guðríður óg., Lárus sjómaður, Jón vélamaður, Jón Óttar nemandi í loptskeytaskóla (Skýrslur; Óðinn XXKIX; Lækn.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.