Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Jónsson

(1687–1761)

Lögsagnari á Eyri í Seyðisfirði.

Foreldrar: Jón Sigurðsson að Skarði í Ögursveit, síðar í Vigur, og kona hans Guðbjörg Jónsdóttir (úr Gufudalssveit).

Varð lögréttumaður 1724, settur sýslumaður í Barðastrandarsýslu 1735–7, í Ísafjarðarsýslu 1742–3. Búforkur mikill og fjárgæzlumaður, vitur og lögvís, harðger og eigi alls kostar jafnaðarmaður. Átti deilur við Erlend sýslumann Ólafsson, Mála-Snæbjörn Pálsson o. fl.

Kona: Guðrún Árnadóttir prests í Hvítadal, Jónssonar.

Börn þeirra: Magnús í Súðavík, Ólafur (Olavius) kammersekreteri, Jón varalögmaður í Víðidalstungu, Þórður stúdent í Vigur, Sigurður stúdent í Ögri, Ingibjörg átti síra Jón Sigurðsson á Rafnseyri, Solveig átti síra Jón Sigurðsson í Holti í Önundarfirði. Launsonur Ólafs (með Elísabetu Þórðardóttur smiðs, Halldórssonar): Síra Árni í Gufudal (BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.