Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Jónsson

(1637–24. sept. 1688)

Prestur.

Foreldrar: Síra Jón yngri Böðvarsson í Reykholti og kona hans Sesselja Torfadóttir prests á Gilsbakka, Þorsteinssonar. Lærði í Skálholtsskóla, stúdent 1655, fór utan 1656, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 27. nóv. s.á., var þar 2 ár, varð heyrari í Skálholti 1659, rektor þar í janúar 1667, bjó að Miðfelli, fekk Hítardal 9. júlí 1687 (konungsstaðfesting 14. apríl 1688), vígðist 21. ág. s. á., varð prófastur í Mýrasýslu í mars 1688. Hann var orðlagður kennari, og höfðu byskupar (Brynjólfur og Þórður) hinar mestu mætur á honum. Fyrir og eftir hann hefir enginn gegnt jafnlengi skólastörfum í hinum fyrri latínuskólum, nema Bjarni rektor Jónsson í Skálholti. Til er í handriti í Lbs. þýðing hans á „Janua linguarum“ eftir Comenius. Hann var latínuskáld, og er kvæði eftir hann pr. framan við Paradísarlykil, Skálh. 1686.

Kona (10. okt. 1680): Hólmfríður (f. um 1643, d. 1713) Sigurðardóttir prests í Stafholti, Oddssonar. Synir þeirra: Sigurður stúdent, Vigfús stúdent (JH. Skól.; Saga Ísl. V; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.