Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Jónsson

(16. og 17. öld)

Klausturhaldari á Möðruvöllum.

Foreldrar: Jón refur Sigurðsson í Búðardal og kona hans Margrét Eiríksdóttir í Ásgarði, Guðmundssonar. Svo er talið, að hann hafi ungur farið utan og verið sveinn Enevolds Kruses, er síðar varð hirðstjóri, og síðan umboðsmaður hans á Bessastöðum, lögsagnari í Þingeyjarþingi um 1603–4. Fekk Möðruvallaklaustursumboð 1605 og hélt til æviloka.

Kona: Þórunn eldri Benediktsdóttir sýslumanns ríka, Halldórssonar.

Synir þeirra: Halldór lögmaður, Þorvaldur að Auðbrekku.

Launsonur Ólafs: Sigfús lögréttumaður að Öxnhóli. Laundóttir (fremur en skírgetin): Kristbjörg átti síra Ásmund Halldórsson á Helgastöðum (Alþb. Ísl.; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.