Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Jónsson

(1570–3. apr. 1658)

Prestur.

Foreldrar: Síra 58 Jón siðamaður Björnsson í Grímstungum og kona hans Filippía Sigurðardóttir. Lærði í Hólaskóla, fór utan til háskólanáms, skráður stúdent með Garðstyrk í Kh. 16. okt. 1596, talinn heyrari í Hólaskóla 1598, vígðist kirkjuprestur að Hólum 1600, mun hafa verið rektor þar jafnframt 1604–11, hélt Mel fyrir síra Arngrím lærða 1611–30, og var prófastur í Húnavatnsþingi, tók þá við Miklabæ og hélt til æviloka, einnig prófastur í Hegranesþingi 1639–49. Hann var talinn manna bezt að sér og vel látinn.

Kona: Guðrún Þórðardóttir að Marðarnúpi, Þorlákssonar (bróðurdóttir Guðbrands byskups).

Börn þeirra: Síra Þorlákur í Miklabæ, síra Hallgrímur í Miklagarði, Hákon, Ásgrímur, Gunnhildur s.k. Jóns Arngrímssonar í Sælingsdalstungu, Björg óg., Guðrún óg., Vigdís átti Halldór lögréttumann Þorbergsson á Seylu (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.