Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Jónsson

(1560–1627)

Prestur, skáld.

Foreldrar: Jón Erlingsson í Laugardal í Tálknafirði og kona hans Kristín Ólafsdóttir silfursmiðs, Narfasonar. Ólst upp hjá Eggert lögmanni Hannessyni. Er orðinn heimilisprestur í Bæ á Rauðasandi 1588, fekk Sanda 1596 og hélt til æviloka. Hann var skáld gott og hefir orkt margt; eru kvæðabækur hans og einstök kvæði í ýmsum uppskriftum í Lbs. og útlendum söfnum; Jórsalarímur (um eyðing Jerúsalemsborgar) eru þar og eftir hann. Sálmaþýðing ein er honum eignuð í sálmabókum Guðbrands byskups, fáeinir sálmar í Höfuðgreinabók og síðari sálmabókum, „Spænsku vísur“ pr. í Tímar. bmf. XVI.

Kvæði er eftir hann í Ísl. gátum, skemmt. o.s.frv. III. Er sumstaðar talinn tvígiftur og ekki greint nafn f.k. hans, en s.k.: Guðrún Pálsdóttir á Sæbóli, Sveinssonar.

Börn þeirra: Páll í Valþjófsdal, Jón, Guðmundur skáld (bl.), Vigdís síðasta kona Þorsteins sýslumanns Magnússonar í Þykkvabæ, Kristín eldri átti Ólaf Þorleifsson, Valgerður átti fyrr Jón nokkurn, síðar Bjarna Nikulásson í Minna Garði (PEÓl. Mm.; Saga Ísl. IV; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.