Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Jónsson

((skírður 12. sept.) 1779 – 31. mars 1858)

Bóndi. Foreldrar: Jón (d. 6. júní 1785, 60 ára) Arnbjörnsson á Stokkahlöðum í Eyjafirði og kona hans Þuríður (f. um 1741) Sigurðardóttir á Klúkum og Ytra-Gili, Jónssonar. Fæddur á Helgastöðum í Möðruvallasókn í Eyjafirði. Ráðsmaður um hríð hjá Stefáni amtmanni Þórarinssyni á Möðruvöllum í Hörgárdal og síðan í 2 ár (1814–16) hjá Carl Fr. Schram kaupmanni á Þverá í Hallárdal. Bóndi á Þverá í Norðurárdal 1816–18, síðan um hríð á Leysingjastöðum og Bakka í Þingi, á Undirfelli í Vatnsdal 1824–39, þá á Auðkúlu og Grund í Svínadal, en á Gilsstöðum í Vatnsdal frá 1842 til æviloka. Mesti fjör- og atorkumaður, góður búhöldur, hófs- og reglumaður, góður félagsmaður. Af mörgum talinn bezti söngmaður í Húnavatnssýslu eftir að síra Friðrik Þórarinsson dó. Kona 1 (ókunn).

Kona 2 (1813): Sigríður (d. 2. júlí 1823, 33 ára) Guðmundsdóttir í Fornhaga, Rögnvaldssonar. Synir þeirra: Guðmundur í Kirkjubæ á Skagaströnd, Frímann á Helgavatni. Kona 3 (4. nóv. 1823): Steinunn (d. 19. júní 1869, 75 ára) Pálsdóttir prests á Undirfelli, Bjarnasonar, Börn þeirra: Páll á Akri, Sigríður átti Sigurð Sigurðsson í Selási. Sonur Ólafs (með Ingveldi Jónsdóttur): Sigvaldi (f. 1. jan. 1814) á Fremsta-Gili í Langadal (Þjóðólfur XI; kirkjubækur).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.