Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Johnsen (Hannesson)

(24, febr. 1837–14. dec. 1916)

Yfirkennari.

Foreldrar: Hannes kaupm. og stúdent í Rv. Johnsen (Steingrímsson) og kona hans Sigríður Kristín, dóttir Símonar kaupm. Hansens í Rv.

Tekinn í Reykjavíkurskóla 1850, stúdent 1856, með 2. einkunn (78 st.), lauk málfræðaÞrófi í Kh. 1862, með 2. eink. (34 st.), varð kennari í latínuskólanum í Odense 1864, adjunkt sst. 1866, yfirkennari sst. 1890, fekk lausn 1907.

Kona (28. dec. 1866) Anna Lucinde (f , 10. mars 1840, d. 20. ágúst 1905), dóttir R. P. kaupmanns Tærgesens í Rv.

Börn þeirra: Hannes Vilhelm liðsforingi, Sigrid Christine átti P. O. A. Andersen stjórndeildarforseta o. fl. (Skýrslur; BB. Sýsl.; Slægtsbog for Familien Finsen, Kh. 1935).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.