Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Johnsen (Einarsson)

(8. jan. 1809–28. maí 1885)

Prestur.

Foreldrar: Einar stúdent og kaupmaður Jónsson í Rv. og kona hans Ingveldur Jafetsdóttir gullsmiðs, Illugasonar.

F. að Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi. Lærði fyrst hjá Sigurði sýslumanni Péturssyni, síðan hjá Jóhanni presti að Auðkúlu Pálssyni, síðast hjá síra Árna Helgasyni og varð stúdent frá honum úr heimaskóla 1831 tók 1. og 2. lærdómspróf í háskólanum í Kh. 1831–2, guðfræðapróf 25. apr. 1837, öll með 2. einkunn. Fekk Breiðabólstað á Skógarströnd 13. júní 1837, vígðist 27. ág. s. á. Stað á Reykjanesi 6. nóv. 1840 (konungsstaðfesting 8. sept. 1841) og var þar til æviloka (hafði fengið lausn frá prestskap 20. mars 1884). Settur prófastur í Barðastrandarsýslu 13. júní 1860, skipaður 1861–"78. Var 2. þjóðfm. Barðstr. 1851. R. af dbr. 29. apr. 1884. Ritstörf: Þýðing Esterarbókar (í biblíu, Viðey 1841, Rv. 1859); Bænir, Ak, 1875.

Kona (1837): Sigríður (f. 23. maí 1816, d. 26. maí 1875) Þorláksdóttir prests í Kjalarnesþingum, Loptssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Þorlákur Ó. Johnson kaupmaður í Rv., Ingveldur miðkona síra Matthíasar skálds Jochumssonar, Guðrún átti síra Steingrím Jónsson í Otradal, Jóhannes Davíð sýslumaður í Skagafjarðarsýslu (Vitæ ord. 1837; HÞ. Guðfr.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.