Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Ingimundarson

(um 1770–13. okt. 1831)

Bóndi, stúdent.

Foreldrar: Ingimundur Jónsson í Garði í Ólafsfirði og kona hans Ingibjörg Ólafsdóttir prests í Kirkjubæ í Tungu, Brynjólfssonar. Tekinn í Hólaskóla 1787, stúdent 15. maí 1795, með meðalvitnisburði, var á Víðimýri 1797–8, síðan um hríð í þjónustu Björns sekretera Stephensens að Lágafelli (síðast að Esjubergi), frá 1803 hjá Krog sýslumanni að Geitaskarði, bjó að Torfalæk frá 1808 til æviloka, almennt talinn myrtur af Birni Ólafssyni, síðar að Hrafnabjörgum á Hvalfjarðarströnd. Ólafur stúdent var skipaður hreppstj. í Torfalækjarhreppi vorið 1810 og var það um tíma.

Kona (1808). Guðrún (d. 29. apríl 1824, 73 ára) Skúladóttir, ekkja Erlends Guðmundssonar (sem hvarf 1807) að Torfalæk; þau Ólafur bl. Þegar Ólafur stúdent var látinn, var honum kennt barn (sem fæddist 10. okt. 1831) af ráðskonu hans, Ástríði Halldórsdóttur, en almælt, að Björn Ólafsson væri faðir barnsins; þau Ástríður og Björn áttust síðar, Þetta barn hét Ragnheiður og átti Björn Þorvaldsson að Draghálsi (Dómasafn landsyfirdóms; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.