Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Indriðason

(15. ágúst 1796–4. mars 1861)

Prestur, skáld.

Foreldrar: Indriði hreppstjóri og skáld Ásmundsson að Borg í Skriðdal og kona hans Kristín Andrésdóttir (í beinan karllegg af síra Ólafi skáldi Guðmundssyni á Sauðanesi).

Lærði fyrst hjá síra Sigfúsi Finnssyni að Þingmúla, síðan hjá síra Guttormi Pálssyni í Vallanesi, síðast hjá Páli sýslumanni Melsteð (síðar amtmanni), vann og hjá honum að skriftum, stúdent úr heimaskóla frá Geir byskupi Vídalín 16. júlí 1819, með góðum vitnisburði, var síðan enn á Ketilsstöðum, hjá Páli sýslumanni, vígðist 15. apr. 1821 aðstoðarprestur síra Jóns Stefánssonar í Vallanesi, gegndi prestakallinu eftir lát hans, til fardaga 1822, var settur millibilsprestur að Hólmum fardagaárið 1822–3, varð þá aðstoðarprestur síra Salómons Björnssonar að Dvergasteini og bjó þar, fekk Kolfreyjustað 9. nóv. 1832, fluttist þangað vorið 1833 og hélt til æviloka. Hann fær mikið lof í visitazíuskýrslu Helga byskups Thordðersens 31. dec. 1850. Eftir hann er pr. Sjö föstupredikanir, Viðey 1844 („Nokkurar athugasemdir“ hans við dóm um þær, pr. í Kh. 1847); Nýtt bæna- og sálmakver, Rv. 1853 og 1884; Andlegt sálmasafn, Ak. 1857; Í Klausturpósti, Fjölni, Nönnu (Eskif, 1878), sálmabókum og viðbæti hinnar eldri messusöngsbókar eru pr. eftir hann kvæði og sálmar. Kveðskapur er og eftir hann í handritum (sjá Lbs.).

Kona 1 (1822): Þórunn (d. 30. jan. 1848) Einarsdóttir á Flögu í Breiðdal, Sigurðssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Anna f. k. síra Siggeirs Pálssonar á Skeggjastöðum (bau skildu), Ólafía átti Björn alþm. Pétursson á Hallfreðarstöðum, Páll umboðsmaður, alþm. og skáld á Hallfreðarstöðum og í Nesi í Loðmundarfirði, Anna Þórunn átti Þorvald JónsSon frá Dölum í Fáskrúðsfirði, Guðmundssonar.

Kona 2 (vorið 1849): Þorbjörg (f. 9. jan. 1830, öð d. 3. febr. 1910) Jónsdóttir silfursmiðs í Dölum, Guðmundssonar.

Börn þeirra: Jón ritstjóri og skáld, Kristrún fór til Vesturheims, átti Svein launson Björns alþm. Péturssonar (Lbs. 48, fol; Vitæ ord.; SGrBf.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.