Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Hálfdanarson

(um 1620–2. nóv. 1662)

Prestur.

Foreldrar: Síra Hálfdan Rafnsson að Undornfelli og kona hans Björg Ólafsdóttir. Hefir vígzt aðstoðarprestur föður síns um 1645 og verið það til æviloka, bjó að Másstöðum.

Kona: Þórey Ormsdóttir, Jónssonar.

Börn þeirra: Síra Helgi á Stað í Hrútafirði, Guðmundur fornfræðingur í Stokkhólmi, Magnús að Haukagili, Þorlákur í Forsæludal og á Eiríksstöðum, Sigríður átti (með Einari Eyjólfssyni, síðar sýslumanni í Árnesþingi) laundóttur, Önnu, er átti Hálfdan lögréttumann Jónsson að Reykjum í Ölfusi (HÞ; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.