Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Hjort

(12. júlí 1740– í nóv. 1789)

Prestur.

Foreldrar: Síra Jósep Ólafsson að Eyjadalsá og kona hans Ragnheiður Sigurðardóttir prests að Bægisá, Gottskálkssonar. Lærði í Niðarósskóla, stúdent þaðan 1764, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. s. á., með góðum vitnisburði, varð þar baccalaureus í heimspeki 1765, lauk guðfræðaprófi þar 26. júlí 1770, með 3. einkunn, vígðist 28. júní s.á. kristniboði í Finnmörk, varð prestur þar (í Kautokeino) 24. mars 1774, í Vogi í Lofoten í mars 1781, s.á. prófastur í Salten, fekk Rödöð á Hálogalandi 6. mars 1789. Dugmaður og harðger, nokkuð drykkfelldur, og ganga af honum sagnir með Norðmönnum. Fekk verðlaunapening úr gulli frá stjórninni 26. júlí 1786 fyrir 35 hreindýr, sem hann sendi stjórninni og flutt skyldu til Íslands. Ritgerð (um hreindýr) er eftir hann í ritum lærdómslistafélags VIII.

Kona: Ellen Christine Nodtler (f. um 1738, d. í Niðarósi 18. ágúst 1811); þau bl. (HÞ. Guðfr.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.