Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Hjaltested

(30. nóv. 1801–29. nóv. 1848)

Prestur.

Foreldrar: Einar verzlunarstjóri Hjaltested Ásmundsson og kona hans Guðrún Runólfsdóttir í Sandgerði, Runólfssonar. F, á Akureyri. Ólst upp með stjúpföður sínum, Birni umboðsmanni Ólsen á Þingeyrum, Lærði undir skóla hjá Birni Gunnlaugssyni (síðar yfirkennara). Tekinn í Bessastaðaskóla 1817, var þar 4 ár, en vegna brjóstveiki var hann ekki í skóla næstu 2 ár, settist síðan aftur í skólann og varð stúdent 1825, með góðum vitnisburði.

Var næstu 6 ár á Bessastöðum og kenndi börnum Þorgríms gullsmiðs Tómassonar, fekk Breiðavíkurþing 1829, en áræddi ekki vegna heilsu sinnar að fara þangað, fekk Tjörn á Vatnsnesi 23. júlí 1830, en fór þangað ekki heldur, og kom það til, að þá var verið að koma á fót barnaskóla í Reykjavík, og var hann fenginn til að standa fyrir honum 1831, kenndi jafnframt ýmsum undir skóla, fekk Saurbæ á Hvalfjarðarströnd 9. mars 1837, vígðist 2. júlí s. á., en samkvæmt eindregnum tilmælum skólanefndar hélt hann forstöðu skólans enn um 3 ár, hafði á meðan aðstoðarprest í Saurbæ, fluttist þangað vorið 1840 og hélt til æviloka, jafnan heilsutæpur. Hann fekk almennt lof (t.d. Steingríms byskups) fyrir kennarahæfileika, liprar gáfur og mannkosti (Bessastsk.; Vitæ ord. 1837; Reykjavíkurpóstur II; SGrBf.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.