Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Hjaltason

(um 1500–9. jan. 1569)

Byskup. Faðir: Hjalti smiður og hringjari Arnkelsson að Hólum. Ólst upp að Hólum. Stundaði nám í Björgvinjarskóla. Er orðinn prestur 1517 í Hólabyskupsdæmi, hélt síðan Vesturhópshóla og var prófastur í Húnavatnsþingi 1527–32, var síðar kirkjuprestur að Hólum og í miklu dálæti hjá Jóni byskupi Arasyni, enda hafði verið með honum í utanför hans til vígslu, fekk Laufás 1539, en var þó áfram að Hólum a.m.k. næsta ár, var með síra Sigurði á Grenjaðarstöðum og Ísleifi Sigurðssyni á Grund fulltrúi Jóns byskups á konungsfund 1542, dvaldist í Danmörku og Þýzkalandi veturinn 1542–3, var með Jóni byskupi í Bjarnanesreið 1547, hneigðist til kenninga Lúthers, og lauk svo, að byskup bannfærði hann og dæmdi útlægan, fór síðan utan (1550). fekk sér aftur veittan Laufás af konungi 1551, kom þaðan næsta vor aftur til landsins, fór utan sama haust, kvaddur 16. okt. 1551 til að Vera byskup í Hólabyskupsdæmi, vígðist skömmu eftir nýár 1552, kom til landsins sama vor og hélt byskupsdæmi til æviloka. Talinn valmenni, lét sér mjög annt um skólahald að Hólum, en var heldur óforsjáll í stólsforráðum og bruðlaði nokkuð jörðum stólsins. Hann lét prenta píslarpredikanir (G,Passio“) eftir Antonius Corvinus, í þýðingu Odds lögmanns Gottskálkssonar, 1559, GuðSpjallabók 1562; fleira er nú ekki kunnugt prentað að tilhlutan hans, en fleira er nefnt í ritum, jafnvel sálmakver eða sálmaþýðingar eftir hann.

Bréfabók hans er glötuð, en brot úr máldagabók hans er í þjóðskjalasafni; „kalentebók“ hans var í handritasafni Hann€sar byskups Finnssonar, og Vantaði í framan og aftan, en er nú glötuð.

Kona: Sigríður Sigurðardóttir. Þau áttu ekki börn saman, en af frásögnum Og skjölum er að ráða, að hún hafi átt vingott við Bjarna Sturluson, sem var í þjónustu byskups, og hafi hann orðið fyrir útlátum í réttarfar hennar.

Sigríður átti síðar Nikulás klausturhaldara og sýslumann 53 að Munkaþverá Þorsteinsson.

Launbörn Ólafs byskups, er hann var prestur: Hallfríður, síra Hjalti í Fagranesi (Dipl. Isl.; JH. Bps. II; PEÓl. Mm.; Saga Íslendinga IV; S.7.; BrSv.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.