Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Helgason

(25. ág. 1867–19. febr. 1904)

Prestur.

Foreldrar: Helgi lektor Hálfdanarson og kona hans Þórhildur Tómasdóttir prests á Breiðabólstað, Sæmundssonar. Tekinn í 52 Reykjavíkurskóla 1881, stúdent 1887, með 2. einkunn (71 st.), úr prestaskóla 1889, með 1. einkunn (45 st.). Vígðist 28. sept. 1890 aðstoðarprestur síra Jóns Björnssonar á Stokkseyri, fekk 8. ág. 1891 Gaulverjabæ, 5. jan. 1893 Stokkseyri og hélt til æviloka, andaðist á leið til útlanda.

Bjó að Stóra Hrauni. Hafði á hendi heyrnar- og málleysingjakennslu frá 20. ág. 1891.

Kona (22. júní 1892): Kristín (f. 22. júní 1869) Ísleifsdóttir prests í Arnarbæli, Gíslasonar.

Börn þeirra: Karítas átti Helga Guðmundsson bankastjóra, Helgi, Hálfdan, Þórhildur, Gísli, Ísleifur. Kristín ekkja hans átti síðar síra Gísla Skúlason á Stóra Hrauni (BjM. Guðfr.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.