Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Hallgrímsson

(um 1635–14. sept. 1696)

Bóndi, stúdent.

Foreldrar: Hallgrímur lögréttumaður Halldórsson (lögmanns, Ólafssonar) í Vík í Sæmundarhlíð og kona hans löf Jónsdóttir lögmanns á Reynistað, Sigurðssonar. Lærði í Hólaskóla, mun hafa orðið stúdent 1655, setti bú að Síðumúla um 1677–8 og var þar til æviloka. Talinn mikilmenni og höfðöl ingi, spakur maður og vel látinn.

Kona (1677, hjúskaparleyfi vegna þremenningsfrændsemi 17. júlí 1675). Guðríður (f. um 1642, d. 1705) Sigurðardóttir prests í Stafholti, Oddssonar.

Dóttir þeirra: Ólöf, d. óg. og bl. 1704 (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.