Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Halldórsson

(– – 1614)

Prestur.

Foreldrar: Halldór Sigurðsson á Eyrarlandi og kona hans Sesselja Þorgrímsdóttir í Lögmannshlíð, Þorleifssonar að Núpum í Aðaldal.

Lærði í Hólaskóla (er þar 1590), stundaði nám í háskólanum í Kh. (er þar veturinn 1594–5), fekk vonarbréf fyrir Stað í Steingrímsfirði 30. jan. 1595, var rektor í Skálholti vetúrinn 1596–", varð þá aðstoðarprestur síra Erlends Þórðarsonar á Stað, fekk 1600 hálfan Stað (til móts við síra Erlend), en tók við að fullu 1606 og hélt til æviloka. Hann var mjög vel látinn, skáldmæltur (hefir orkt 14. og 15. rímu í Pontusrímum, þar er þraut Magnús sýslumann prúða, ömmubróður hans).

Kona: Guðrún Jónsdóttir að Geitaskarði, Egilssonar.

Börn þeirra: Þorleifur smiður í Kaldakinn á Ásum, Guðrún átti Hermann skyttu Pálsson síðast að Ósi á Akranesi, Sesselja átti síra Gottskálk Jónsson í Fagranesi.

Hún er síðar talin hafa átt síra Ólaf (lærða karl) Ólafsson í Grímstungum (HÞ; PEÓl. Mm.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.